Moltan er úrvals jarðvegsbætir og áburður t.d. í blóma- og tjrábeð, á lóðina eða grasflötina. Hún er fínsigtuð, dökk, laus í sér og líkist mold en er samt mun efnaríkari. Við bjóðum upp á tvær gerðir af moltu: kraftmolta er unnin úr lífrænum heimilsúrgangi og sláturúrgangi. Hentar vel á grasflatir, í blómarækt, í skógrækt eða aðra ræktun þar sem áburðar er þörf. Hana skal nota með því dreifa henni á grasflöt eða yfir blómabeð. Við blóma- og trjárækt skal blanda hana til helminga með mold eða sandi, þannig að hún verði ekki of sterk fyrir viðkvæmar rætur plantna. Krafmoltu skal ekki nota í matjurtaræktun! Gróðurmolta er unnin aðeins úr gróður- og grasleyfum og er ekki eins sterk og kraftmoltan. Hentar í alla almenna garðrækt og í matjurtargarða sem jarðvegsbætir og næringargjafi. Gott að blanda hana í moldina eða dreifa henni ofan á. Moltuna er hægt að nálgast hjá okkur í starfsstöðinni að Þveráreyrum 1 a, inn í Eyjafjarðarsveit. Hana er hægt að fá afgreidda í kerruförmum eða í stórum förmum. Best er að hafa samband og fá upplýsingar um afgreiðslu í síma: 571 2236Moltu má einnig frá afgreidda hjá Sólskógum í Kjarnaskógi! Verð á moltu hjá okkur á Þveráreyrum með vsk: Kraftmolta Smásala (minna en 5 m3): 5.000,-kr/m3 Stórkaup (meira en 5 m3): 3.500,- kr/m3 Kerrufarmur: 5.000,-kr/m3 Gróðurmolta Smásala (minna en 5 m3): 3000,-kr/m3 Stórkaup (meira en 5 m3): 2000,-kr/m3 Kerrufarmur: 3.000,-kr/m3 Verið er að þróa smásölu í fötum eða litlum sekkjum og frekari upplýsingar um þannig sölu koma inn þegar moltan fæst afhent þannig.