Fyrsti farmur af sláturúrgangi frá Norðlenska ehf. var tekin til vinnslu að morgni 16. júní 2009. Frá þeim tíma hefur jarðgerðarstöðin verið óslitið í vinnslu. Á þessu fyrsta starfsári Moltu ehf. voru jarðgerð 4.900 tonn af úrgangi, sem skiptist nánast jafnt milli slátur-, fisk- og heimilisúrgangs annarsvegar og stoðefna hinsvegar. Stoðefnin eru fyrst og fremst timburkurl og kurlaður trjágróður en einnig gras, hrossatað og pappír. Moltan sem framleidd hefur verið á þessu tímabili hefur verið nýtt til landmótunar og frágangs á urðunarstað Flokkunar á Glerárdal og til uppgræðslu á lóð Moltu. Fyrirhugaðar eru tilraunir með notkun moltu til uppgræðslu á afmörkuðu svæði og unnið er að fá tilskilin leyfi til nýtingar á moltunni skv. “reglugerð um nýtingu á slátur- og dýraleyfum”.