Molta hefur fjárfest í sigtunarbúnaði fyrir moltuna. Um er að ræða tromlusigtunarbúnað og er vélin komin til okkar í Moltu, en hún var keypt notuð frá Þýskalandi. Þessi búnaður gerir okkur kleift að sigta moltuna í nokkra mismunandi grófleika og leysir hún af hólmi gamalt sigti sem við höfum notað fram að þessu. Tilkoma þessa búnaðar teljum við vera mikið framfara skref í átt að því að geta boðið upp á betri afurð sem hentar til mismunandi nýtingar. Spennandi að sjá hvernig málin þróast áfram!