Í sláturtíðinni í október sl. var unnið úr 1.012 tonnum af lífrænum úrgangi og stoðefnum hjá jarðgerðarstöð Moltu.
Þetta er í fyrsta skipti sem móttekið magn í einum mánuði fer yfir 1000 tonn. Mest hefur magnið áður orðið 902 tonn í október 2010 og 810 tonn nú í september sl. Tækjabúnaður verksmiðjunnar ræður ágætlega við 1.000 tonn á mánuði, en það magn svarar til hámarks afkastagetu sem gefin er upp af framleiðanda eða 12.000 tonn á ári. Það má þvi reikna með að jarðgerðarstöðin geti auðveldlega tekið á móti 10-12.000 tonnum á ári. Úr þvi magni úrgangs er hægt að framleiða 5-6.000 tonn af gæða moltu.