Fréttir

Íbúar á Akureyri um flokkun úrgangs

Í október síðastliðinn hófst innleiðing söfnunar- og flokkunarkerfis og fyrir lífrænan úrgang frá heimilum á Akureyri. Lífrænn úrgangur sem safnað er frá heimilum er fluttur til jarðgerðar í jarðgerðarstöð Moltu á Þveráreyrum. Úrgangurinn getur því hæglega endað sem gróðurmold eða jarðvegsbætir í blómabeðum, trjálundum og grasflötum bæjarbúa.

Framleiðsla Moltu rúm 5000 tonn árið 2010

Jarðgerðarstöðin tók á móti 5.247 tonnum af úrgangi á árinu 2010. Til samanburðar má geta þess að á sama tímabili voru urðuð 9.638 tonn á Glerárdal. Það má því segja að urðun úrgangs hafi minnkað um 35% vegna tilkomu Moltu. Frá því að Molta tók til starfa 16. júní 2009 hefur stöðin tekið á móti rúmum 8.000 tonnum af úrgangi til endurvinnslu.

Október 2010 Stærsti vinnslumánuður hjá Moltu frá upphafi

Nú í október voru unnin 900 tonn af lífrænum úrgangi og stoðefnum hjá jarðgerðarstöð Moltu. Þrátt fyrir að úrgangur frá sauðfjárslátrun á Húsavík væri 20 tonnum minni en í október 2009 var heildar vinnslan 90 tonnum meiri en árið 2009. Stærstan þátt í auknu magni er aukin vinnsla á fiskúrgangi og vinnsla á lífrænum heimilisúrgangi.

Molta notuð í uppgræðslu

Starfsmenn Moltu ehf. eru nú að hefja tilraun með nýtingu á moltu til uppgræðslu. Moltunni sem staðið hefur á þroskunarplani í u.þ.b. sex mánuði eftir að hún kom úr tromlunum verður dreift á afmarkað svæði. Um er að ræða lítið afgirt hólf austan við lóð Moltu þar sem svo verður sáð grasfræi í moltuna. Fyrir í hólfinu er grófur malarbotn eftir malarnám.

Jarðgerðin ársgömul

Fyrsti farmur af sláturúrgangi frá Norðlenska ehf. var tekin til vinnslu að morgni 16. júní 2009. Frá þeim tíma hefur jarðgerðarstöðin verið óslitið í vinnslu. Á þessu fyrsta starfsári Moltu ehf. voru jarðgerð 4.900 tonn af úrgangi, sem skiptist nánast jafnt milli slátur-, fisk- og heimilisúrgangs annarsvegar og stoðefna hinsvegar.

Aðalfundur Moltu 2010

Aðalfundur Moltu ehf. verður haldinn í jarðgerðarstöð Moltu að Þveráreyrum 1a, Eyjafjarðarsveit föstudaginn 14. maí 2010 kl 15:00.

Langþráður áfangi

Stofnun jarðgerðarstöðvar í Eyjafirði á rætur að rekja til starfs matvælaframleiðenda innan Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Í framhaldi af því tók Norðlenska frumkvæði í forathugunum á möguleikum á byggingu jarðgerðarstöðvar. Hugmyndir þar að lútandi voru kynntar sveitarfélögum og fyrirtækjum undir lok árs 2006.

Hvað er lífrænn úrgangur?

Lífrænn úrgangur er úrgangur sem er niðurbrjótanlegur af örverum með eða án tilkomu súrefnis, t.d. matarleifar, garðaúrgangur, sláturúrgangur, timbur, seyra og pappír.