02.07.2019
Í sláturtíðinni í október sl. var unnið úr 1.012 tonnum af lífrænum úrgangi og stoðefnum hjá jarðgerðarstöð Moltu.
02.07.2019
Áttatíu prósentum af öllum lífrænum úrgangi á Norðurlandi er breytt í moltu. Framkvæmdastjóri Moltu ehf. segir að það sé risastórt framlag til loftslagsmála.
02.07.2019
Matvælastofnun lagði upp með í upphafi þegar moltuvinnsla á ABP (Animal By Product) var að hefjast hér á landi að ekki mætti nota moltuna í matjurtaræktun.
02.07.2019
Jarðgerðarstöðin er ekki bara lausn í úrgangsmálum heldur er hún einnig risa framlag í loftslagsmálin.
02.07.2019
“Fannst tilvalið að senda ykkur mynd af garðinum okkar. Þar sem þið sjáið græna fallega grashringi settum við moltu ofan í holu en við vorum að fjarlægja runna. Sáðum svo yfir allt svæðið en það tekur best við sér þar sem moltan fór eins og sést á myndinni.”
02.07.2019
Molta hefur fjárfest í sigtunarbúnaði fyrir moltuna. Um er að ræða tromlusigtunarbúnað og er vélin komin til okkar í Moltu, en hún var keypt notuð frá Þýskalandi.
02.07.2019
Moltan er úrvals jarðvegsbætir og áburður t.d. í blóma- og tjrábeð, á lóðina eða grasflötina. Hún er fínsigtuð, dökk, laus í sér og líkist mold en er samt mun efnaríkari. Við bjóðum upp á tvær gerðir af moltu: kraftmolta er unnin úr lífrænum heimilsúrgangi og sláturúrgangi.
02.07.2019
Tilraunin sem byrjað var á í sumarbyrjun á Hólasandi lítur vel út. Daði Lange héraðsfulltrúi Landgræðslunnar fór á svæðið þann 13. ágúst í síðustu viku og skoðaði stöðuna á plöntunum. Á heimasíðu Skógræktarinnar má lesa nánar grein um stöðuna á verkefninu. Klikkið hér til að lesa nánar um stöðuna.